Samdráttur í fiskútflutningi kemur við kaunin í Grimsby 21. mars 2010 11:00 Töluverður samdráttur í útflutningi íslenskra útgerða á ferskum fiski til Bretlands frá áramótum kemur nú við kaunin á fiskvinnslum í Grimsby. Blaðið Grimsby Telegraph greinir frá þessu og þar segir að höfuðorsökin liggi í 5% gjaldi á þennan útflutning sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði fyrr í vetur. Martin Boyers forstjóri fiskibátahafnarinnar í Grimsby (Grimsby Fish Dock Enterprises)segir að mjög hafi dregið úr fiskflutningi frá Íslandi. „Það varð dramtísk niðursveifla í þessum flutningi þegar við mættum til vinnu eftir jólin," segir Boyers. „Við áttum von á niðursveiflu á þeim tíma en hún hefur síðan orðið viðvarandi og því höfum við neyðst til að leita annað með kaup á fiski." Fram kemur í umfjöllun Grimsby Telegraph að fiskvinnslur í bænum fái nú fisk frá Norðmönnum í auknum mæli til að bæta upp minnkandi framboð frá Íslandi. Minni fiskur frá Íslandi til Grimsby hefur víðtæk áhrif á Bretlandseyjum. Reikna má með hækkandi verði á „fiskur og franskar" stöðum, hærra verði og minnkandi framboði í stórmörkuðum og á veitingahúsum. Ennfremur að fiskvinnslur í Grimsby verði að draga úr starfsemi sinni eða leita annað eftir hráefni. Fram að þessu hafa íslenskar útgerðir lagt til um 70% af öllum fiski sem landað er í Grimsby. Grimsby stendur svo fyrir um 80% af allri fullvinnslu sjávarafurða á Bretlandseyjum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Töluverður samdráttur í útflutningi íslenskra útgerða á ferskum fiski til Bretlands frá áramótum kemur nú við kaunin á fiskvinnslum í Grimsby. Blaðið Grimsby Telegraph greinir frá þessu og þar segir að höfuðorsökin liggi í 5% gjaldi á þennan útflutning sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði fyrr í vetur. Martin Boyers forstjóri fiskibátahafnarinnar í Grimsby (Grimsby Fish Dock Enterprises)segir að mjög hafi dregið úr fiskflutningi frá Íslandi. „Það varð dramtísk niðursveifla í þessum flutningi þegar við mættum til vinnu eftir jólin," segir Boyers. „Við áttum von á niðursveiflu á þeim tíma en hún hefur síðan orðið viðvarandi og því höfum við neyðst til að leita annað með kaup á fiski." Fram kemur í umfjöllun Grimsby Telegraph að fiskvinnslur í bænum fái nú fisk frá Norðmönnum í auknum mæli til að bæta upp minnkandi framboð frá Íslandi. Minni fiskur frá Íslandi til Grimsby hefur víðtæk áhrif á Bretlandseyjum. Reikna má með hækkandi verði á „fiskur og franskar" stöðum, hærra verði og minnkandi framboði í stórmörkuðum og á veitingahúsum. Ennfremur að fiskvinnslur í Grimsby verði að draga úr starfsemi sinni eða leita annað eftir hráefni. Fram að þessu hafa íslenskar útgerðir lagt til um 70% af öllum fiski sem landað er í Grimsby. Grimsby stendur svo fyrir um 80% af allri fullvinnslu sjávarafurða á Bretlandseyjum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira