Innlent

Hættir vegna ágreinings við útgefendur

Þröstur Haraldsson Sagði upp vegna samstarfsörðugleika við útgefandann.
Þröstur Haraldsson Sagði upp vegna samstarfsörðugleika við útgefandann.

Þröstur Haraldsson, ritstjóri Bændablaðsins, hefur sagt upp störfum vegna ágreinings við Bændasamtökin, sem gefa út blaðið.

„Ég sagði upp eftir nokkuð langvarandi samstarfs­örðugleika við útgefandann,“ sagði Þröstur. „Þeir hafa aðrar skoðanir á því hvernig eigi að reka blöð en ég.“

Ágreiningurinn snerist um sjálfstæði rit­stjórna og verkaskiptingu milli útgefanda og ritstjóra. Þröstur vildi ekki fara nánar út í þá sálma. Þótt hann hafi strax hætt ritstjórn mun hann starfa við blaðið út uppsagnarfrestinn, sem rennur út um áramót. Tjörvi Bjarnason hefur tekið við ritstjórn og ábyrgð á útgáfu Bændablaðsins til bráðabirgða. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×