Skuldabréfaútboð Grikkja lofar góðu 4. mars 2010 13:00 Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fyrstu viðbrögð við útgáfunni eru talin lofa góðu og þykja auka líkur þess að Grikkland muni komast í gegnum það versta án beinnar aðstoðar Evrópusambandsins.Sviðsljósið á fjármálamörkuðum í Evrópu heldur áfram að beinast að Grikklandi sem rambar nánast á barmi greiðslufalls í kjölfar mikils hallareksturs í undangenginni fjármálakreppu, og raunar linnulaust síðustu áratugina.Evrópusambandið hefur þrýst á Grikkja að leysa vandann sem fyrst enda hefur ástandið áhrif á allt evrusvæðið. Í gær tilkynntu stjórnvöld í Aþenu um skattahækkanir og niðurskurð opinberra útgjalda til að stemma stigu við hallanum. Aðgerðirnar höfðu jákvæð áhrif á fjármálamarkaði en auk þess að valda viðsnúningi á gengi evrunnar á gjaldeyrismörkuðum lækkaði skuldatryggingaálag Grikklands., að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fyrstu viðbrögð við útgáfunni eru talin lofa góðu og þykja auka líkur þess að Grikkland muni komast í gegnum það versta án beinnar aðstoðar Evrópusambandsins.Sviðsljósið á fjármálamörkuðum í Evrópu heldur áfram að beinast að Grikklandi sem rambar nánast á barmi greiðslufalls í kjölfar mikils hallareksturs í undangenginni fjármálakreppu, og raunar linnulaust síðustu áratugina.Evrópusambandið hefur þrýst á Grikkja að leysa vandann sem fyrst enda hefur ástandið áhrif á allt evrusvæðið. Í gær tilkynntu stjórnvöld í Aþenu um skattahækkanir og niðurskurð opinberra útgjalda til að stemma stigu við hallanum. Aðgerðirnar höfðu jákvæð áhrif á fjármálamarkaði en auk þess að valda viðsnúningi á gengi evrunnar á gjaldeyrismörkuðum lækkaði skuldatryggingaálag Grikklands., að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira