Innlent

Markús Máni Michaelsson á meðal þeirra grunuðu

Mennirnir sem grunaðir eru um stórfellt gjaldeyrisbrask í gegnum félagið Aserta í Svíþjóð eru allir fyrrverandi starfsmenn Straums fjárfestingabanka og hafa allir búið í Bretlandi um skeið. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir kom fram að fjórir hefðu verið handteknir vegna málsins og að þrír séu enn í haldi.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þrír þeirra sem grunaðir séu í málinu séu þeir Markús Máni Michaelsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, Ólafur Sigmundsson og Gísli Reynisson.

Ekki er ljóst hver fjórði maðurinn er.








Tengdar fréttir

Grunur um 13 milljarða gjaldeyrissvik - fjórir í haldi

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra framkvæmdi húsleitir í dag í máli sem tengjast grun um brot á skilaskyldu gjaldeyris. Fjármálaeftirlitið kærði málið til lögreglu og tóku 30 starfsmenn þátt í húsleitunum. Fyrirtækið sem um ræðir er skráð í Svíþjóð og heitir Aserta. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í dag hjá Ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×