Verulega dregur úr kortanotkun í Bandaríkjunum 1. desember 2010 10:07 Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns. Gerri Detweiler hjá Credit.com segir í samtali við CNN Money að þessar tölur séu eindæmi. Hann hafi fylgst með notkun greiðslukorta frá árinu 1987 og aldrei frá þeim tíma séð að tölur um notkun kortana í Bandaríkjunum hafi minnkað milli ára. Þvert á móti hafi notkun ætíð aukist milli ára. Detweiler segir að skýringin á þessu liggi í kreppunni og því að almenningur í Bandríkjunum hafi nú minna milli handanna en áður. „Þegar fólk er með tryggan fjárhag og telur efnahagslífið í lagi þá telur það greiðslukortanotkun örugga," segir Detweiler. „Nú er almenningur óttasleginn og óöruggur um efnahagsstöðuna." Fram kemur í umfjöllun CNN Money að ekki sé aðeins um verulegan samdrátt í fjölda greiðslukorta að ræða heldur hafa upphæðirnar einnig minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Transunion hefur meðalskuld á kortunum lækkað um 11% frá í fyrra og stendur nú í tæpum 600.000 kr. Ben Woolsey hjá Creditcards.com segir að hluti skýringarinnar á samdrætti í fjölda kortanna sé vegna þess að greiðslukortafyrirtækin hafi tekið til í þessum viðskiptum og lokað þeim kortum sem eru ekkert eða lítið notuð. Einnig séu nú strangari reglur um hverjir fái kort til notkunnar. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns. Gerri Detweiler hjá Credit.com segir í samtali við CNN Money að þessar tölur séu eindæmi. Hann hafi fylgst með notkun greiðslukorta frá árinu 1987 og aldrei frá þeim tíma séð að tölur um notkun kortana í Bandaríkjunum hafi minnkað milli ára. Þvert á móti hafi notkun ætíð aukist milli ára. Detweiler segir að skýringin á þessu liggi í kreppunni og því að almenningur í Bandríkjunum hafi nú minna milli handanna en áður. „Þegar fólk er með tryggan fjárhag og telur efnahagslífið í lagi þá telur það greiðslukortanotkun örugga," segir Detweiler. „Nú er almenningur óttasleginn og óöruggur um efnahagsstöðuna." Fram kemur í umfjöllun CNN Money að ekki sé aðeins um verulegan samdrátt í fjölda greiðslukorta að ræða heldur hafa upphæðirnar einnig minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Transunion hefur meðalskuld á kortunum lækkað um 11% frá í fyrra og stendur nú í tæpum 600.000 kr. Ben Woolsey hjá Creditcards.com segir að hluti skýringarinnar á samdrætti í fjölda kortanna sé vegna þess að greiðslukortafyrirtækin hafi tekið til í þessum viðskiptum og lokað þeim kortum sem eru ekkert eða lítið notuð. Einnig séu nú strangari reglur um hverjir fái kort til notkunnar.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira