Erlent

Fritzl viður­kennir allt

Fritzl huldi ekki andlit sitt við réttarhöld í gær. Mynd/ AFP.
Fritzl huldi ekki andlit sitt við réttarhöld í gær. Mynd/ AFP.

Josef Fritzl, austurríkismaðurinn sem er sakaður um að hafa haldið dóttur sinni í gíslingu í 24 ár og átt með henni sjö börn, hefur breytt afstöðu sinni til allra ákæruliða í ákæru sem gefin var út á hendur honum.

Fritzl á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir fjölmörg brot, þar á meðal nauðgun, sifjaspell, morð og þrælahald. Hann neitaði upphaflega tveimur af ákærunum, þar af ákæru um að hafa myrt eitt barnanna skömmu eftir fæðingu þess. Þegar dómarinn spurði hann hvers vegna hann breytti vitnisburði sínum svaraði Fritzl að myndskeið af vitnisburði dóttur hans hafi orðið til þess. Hann baðst svo afsökunar á framferði sínu.

Áður en að Fritzl breytti vitnisburði sínum var gert ráð fyrir að geðlæknirinn Adelheid Kastner myndi bera vitni fyrir dómi og benda á ný gögn í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×