Innlent

Talningu í Suðurkjördæmi frestað

Frá Selfossi í Suðurkjördæmi.
Frá Selfossi í Suðurkjördæmi.
Ákveðið hefur verið að fresta talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þar sem útséð er með að ekki verði hægt að koma atkvæðum frá Vestmannaeyjum til Selfoss í kvöld sökum ófærðar í lofti og á sjó. Frá þessu er greint á fréttavefnum Sunnlendingur.is.

Kosning hófst í morgun og lýkur klukkan 18. Ráðgert er að talning atkvæða hefjist á hádegi á morgun.

Frétt Sunnlendings er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×