Innlent

Sigmundur og Bjarni lítt hrifnir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson.
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokkssin eru lítt hrifnir af stjórnarsáttmálan ríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Þeir segja að að skýrar tillögur skorti í efnahagsmálum og það sé sorglegt að ríkisstjórnin reiði sig á stjórnarandstöðuna í stærsta málinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, óskar ríkisstjórninni velfarnaðar en segir svo: „Ég er ekki bjartsýnn. Þetta hlýtur að vera dapurlegasta stjórnarmyndun frá lýðveldisstofnun. Þetta er ríkisstjórn sem leggur upp með það láta minnihlutann leysa fyrir sig stærsta deilumálið.

Fólk vill skýr svör

Bjarni segir að fólk bíði eftir skýri loforði að bankakerfið verði endurreist.

„Fólk vill skýr svör við því hvernig menn ætla að bregðast við krefjandi aðstæðum vegna niðurskurðar í ríkisfjármálum. Það er forsenda þess að hér verði hægt að lækka vexti og komast aftur á sporið í samskiptunum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Um þessi stóru fengust afar fá svör í dag."

Hvorugur gefur upp hvort þeir ætli að styðja eða standa á móti þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið.



Útilokar ekki stuðning við þingsályktunartillöguna


Sigmundur segir að þetta sé undarleg nálgun hjá ríkisstjórninni. „Það getur vel verið að við getum fallist á þingsályktunartillögu sem er í samræmi við ályktun flokksþingsins en Framsóknarflokkurinn fer ekki að fela öðrum stjórnarflokknum umboð til að þessa að standa einn í samningaviðræðum við Evrópusambandið."



Einkennileg nálgun ríkisstjórnarinnar


Bjarni segist vilja sjá tillöguna áður en hann tjái sig um hana. Sjálfstæðismenn muni taka hana til skoðunar. „Okkar stefna fyrir kosningarnar var skýr. Hún gekk út á að hér yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu ef menn ætlaðu að fara að hreyfa sig í Evrópumálunum."

Þá segir Bjarni að svo virðist sem að ríkisstjórn ætli að treysta á stjórnarandstöðuna í þessu veigamikla máli og sér finnist það einkennileg nálgun.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×