Innlent

Dóttir Fritzl bar vitni gegn föður sínum í dag

Jósef Fritzl hélt möppu fyrir andliti sínu við réttarhöldin í gær.
Jósef Fritzl hélt möppu fyrir andliti sínu við réttarhöldin í gær.

Elísabet dóttir Josef Fritzl, sem ákærður hefur fyrir að hafa haldið henni nauðugri í kjallara heimilis þeirra árum saman og getið með henni sjö börn, bar vitni gegn honum í gegnum myndbandsupptöku við réttarhöldin í dag.

Fritzl hefur játað sifjaspell og aðrar ákærur en neitað sumum þeirra. „Hann játaði að hluta til," sagði talsmaður réttarins um þann hluta ákærunnar að hafa nauðgað dóttur sinni.

Elísabet bar vitni á ellefu klukkustnda löngu myndbandi. Hluti myndbandsins var spilaður í gær og Fritzl var spurður út í það. Restin af myndbandinu var síðan spilaður í dag.

Yfirvöld hafa sagt að Elísabetu og börnum hennar hafi nú verið útvegað ný skilríki og eru geymd á leynilegum stað. Framburður Elísabetar var ekki kynntur í smáatriðum á daglegum blaðamannafundi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×