Innlent

Ætlar ekki að afturkalla ákvörðun um auknar hvalveiðar

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag að ákvörðun um hvalveiðar sem tekin var af fyrirrennara hans verði ekki afturkölluð á yfirstandandi ári. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt í dag.

Steingrímur segir þó að ekkert sé öruggt með næstu fjögur ár en Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra ákvað að leyfa veiðar á 200 hrefnum og 150 langreyðum á ári næstu fimm árin.

Á fundinum kom fram að það hafi verið mat lögfræðinga að íslenska ríkið væri bundið af þeirri meginákvörðun sem af setningu reglugerðarinnar leiðir.

Því væri núverandi ráðherra ekki fært að fella reglugerðina um auknar hvalveiðar úr gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×