Innlent

Fullyrt að Davíð verði ritstjóri Morgunblaðsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fréttavefurinn Eyjan fullyrðir að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, verði næsti ritstjóri Morgunblaðsins. Ákvörðun um þetta veðri væntanlega tekin formlega á stjórnarfundi hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, á miðvikudaginn. Davíð hefur áður verið þingfréttaritari Morgunblaðsins á árunum 1973-1974.

Óskar Magnússon, útgáfustjóri Morgunblaðsins, vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fyrir stundu að Davíð yrði ritstjóri.

Ritstjóri Eyjunnar er Guðmundur Magnússon sem var náinn samverkamaður Davíðs um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×