Innlent

Sigurður Líndal: Óskiljanlegt að Icesave fari ekki fyrir dóm

SIgurður Líndal.
SIgurður Líndal.

Sigurður Líndal lagaprófessor segir óskiljanlegt af hverju ekki er búið að leggja það fyrir dómstóla hvort Íslendingar eigi að borga Icesave skuldirnar. Aðalatriðið sé að fá réttarstöðu þjóðarinnar gagnvart Bretum og Hollendingum á hreint áður en skuldirnar verði greiddar.

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann sagði það skyldu íslenskra ráðamanna að látið verði reyna á það fyrir dómstólum hvort þjóðin eigi að greiða skuldir vegna Icesave. Sigurður Líndal lagaprófessor tekur í sama streng og Jón Steinar og segir að sér finnist það óskiljanlegt að ekki skuli hægt að leggja málið fyrir dóm. Að mati Sigurðar hljóta Íslendingar að eiga rétt á því og slíkum dómstóli hlýtur að vera hægt að koma á fót.

Sigurður segist frekar vilja tapa slíku máli þannig að réttarstaðan verði skýr en að vera í óvissu og „láta gagnaðilana einhliða ákvarða skyldur okkar."

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.