Innlent

Níu áramótabrennur í borginni

Áramótabrennur í Reykjavík verða eins og fyrri ár níu talsins og verður eldur borinn að þeim kl. 20:30 á í kvöld.

Brennurnar eru misstórar og ræðst stærð þeirra af aðstæðum á hverjum stað, en Eldvarnareftirlitið ákvarðar um það. Brennurnar verða á sömu stöðum og í fyrra og rétt eins og þá eru stóru brennurnar fjórar og þær minni fimm talsins.

  1. Við Ægisíðu, borgarbrenna, stór brenna.
  2. Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48 - 52, lítil brenna.
  3. Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, borgarbrenna, lítil brenna.
  4. Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll, lítil brenna.
  5. Geirsnef, borgarbrenna, borgarbrenna, stór brenna.
  6. Við Suðurfell, borgarbrenna, lítil brenna.
  7. Fylkisbrennan, við Rauðavatn, stór brenna.
  8. Gufunes við gömlu öskuhaugana, borgarbrenna, stór brenna.
  9. Kléberg á Kjalarnesi, borgarbrenna, lítil brenna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×