Innlent

Krónan aldrei lægri gagnvart evru

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, hvetur fyrirtækin til að taka á sig gengislækkunina.
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, hvetur fyrirtækin til að taka á sig gengislækkunina.

Krónan hélt áfram að lækka í dag, um eitt og hálft prósent, eftir miklar lækkanir síðustu daga. Myntkörfulánin hafa notið vaxandi vinsælda í dýrtíð bankanna undanfarið en körfurnar eru iðulega samsettar úr einhvers konar blöndu úr evrum, jenum, bandarískum dollurum og svissneskum frönkum. Evran kostaði tæpar 92 krónur í byrjun árs en var nú skömmu fyrir fréttir komin í 105,5 krónur. Jenið styrktist um 1,7% í dag sem þýðir að jenið sem var 57 aurar fyrsta janúar er nú um 67 aurar.

Krónan féll líka gagnvart svissneska frankanum í dag, í ársbyrjun kostaði frankinn tæpar 56 krónur en er nú um 67 krónur. Lækkunin nemur nærri 20 prósentum.

Og dollarinn kostaði um 62 krónur um áramót en er nú rösklega 68 krónur.

Menn spá því að krónan haldi áfram að veikjast fram á mitt þetta ár og að sveiflurnar verði áfram miklar.

Vandræði á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum og yfirvofandi efnahagslægð vegna samdráttur í fjárfestingum og fiskveiðum eru meginástæðurnar fyrir veikingu krónunnar undanfarið, segir Ingólfur Bender hjá Greiningu Glitnis. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, telur að fyrirtækin hafi rými til að taka á sig þessa gengislækkun, menn þurfi að leggjast á eitt til að halda jafnvægi næstu þrjú árin svo kjarasamningar haldi.

 

TO: 32'49"

ITEM TIME:0'20"]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×