Innlent

Ísland styður ekki sjálfstæði Taívans

MYND/Pjetur

Ísland hefur gerst aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem kosningum sem haldnar voru í Taívan fyrir skemmstu er fagnað en jafnframt ítrekað að eyjan skuli áfram vera hluti af Kína.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að í yfirlýsingu ESB sé vonast til þess að með nýjum stjórnvöldum á Taívan skapist tækifæri fyrir aðila beggja vegna Taívansunds til að bæta enn frekar samskipti sín í milli til hagsbóta fyrir íbúa beggja vegna sundsins. Þá er lýst yfir einörðum stuðningi við friðsamlega lausn deilunnar um Taívan.

,,Í yfirlýsingunni er minnt á að ekki sé stuðningur við aðild Taívans að alþjóðastofnunum þar sem krafist er þátttöku fullvaldra ríkja. Sú afstaða að Kína skuli vera eitt feli engu að síður í sér áframhaldandi stuðning við hagnýta þátttöku Taívans í sérhæfðum, marghliða fundum þar sem ekki er gerð krafa um slíkt, einkum þar sem þátttaka Taívans hefur bein áhrif á íbúana og skiptir miklu máli fyrir ESB og alþjóðlega hagsmuni.

Segir í yfirlýsingunni að þess sé vænst að báðir aðilar stígi ákveðin skref, meðal annars til að vekja traust, í því skyni að samþykkja og hrinda í framkvæmd áætlunum sem geri Taívan kleift að taka á markvissan hátt þátt í slíkum fundum," segir á vef utanríkisráðuneytisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×