Lífið

Mýrin inn á þrjátíu milljón heimili í Bandaríkjunum

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Bandaríkjamenn fá nú tækifæri til að berja hinn séríslenska Erlend augum heima í stofu.
Bandaríkjamenn fá nú tækifæri til að berja hinn séríslenska Erlend augum heima í stofu.
Þrjátíu milljón heimili í Bandaríkjunum munu hafa aðgang að Mýrinni, kvikmynd Baltasar Kormáks, í gegnum nýja „Video on Demand" þjónustu IFC Entertainment. Baltasar segir IFC eitt stærsta „indie" dreifingarfyrirtæki í Bandaríkjunum og að samningurinn geti því haft mikil áhrif á framhaldið.

Mýrin, eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, er ein fimm mynda sem verður dreift í fyrstu lotu þjónustunnar, sem nefnist Festival Direct. Fyrirtækið hyggst bjóða upp á um 25 titla á ári, og verður notendum kleift að kaupa myndirnar á þennan hátt einum til tveimur mánuðum áður en þær fara í almenna dreifingu á DVD. Samhliða Festival Direct mun fyrirtækið dreifa myndinni í kvikmyndahús vefstanhafs.

Baltasar Kormákur segir þetta hafa gríðarleg áhrif á dreifingu myndarinnar „Þetta fer náttúrulega inn á þrjátíu milljónir heimila, svo þetta er meiri dreifing en maður hefur nokkurn tímann fengið í Bandaríkjunum", segir Baltasar og bætir við að það sé hálfgert „make or break" hvernig til takist.

Hann segir þó að óþarfi sé að sjá ofsjónum yfir mögulegum gróða. Samið sé um lága greiðslu fyrirfram, en eftir það ráðist tekjur algerlega af því hvernig myndin selst. „Aðalatriðið er að fá þessa dreifingu" segir Baltasar, og bætir við að samningurinn geti einnig haft mikil áhrif á sölu á bókum Arnaldar vestanhafs.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.