Innlent

Báðir hinna grunuðu í stóra hassmálinu áfram í varðhaldi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað bæði tónleikahaldarann Þorsteinn Kragh og hollenskan öldung í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu. Gæsluvarðhald yfir þeim rann út í dag og vildi lögregla halda þeim áfram á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Tollur og lögregla lögðu hald á um 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni í húsbíl Hollendingsins sem kom til landsins með Norrænu 10. júní.

Hann hefur frá þeim tíma setið í varðhaldi en Þorsteinn hefur verið í varðhaldi í rúman mánuð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×