Innlent

Leitað að nöktum manni á Esjunni

Maðurinn er á göngu í Esjunni
Maðurinn er á göngu í Esjunni Mynd úr safni

Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu um nakinn mann sem var í fjallgöngu upp Esjuna. Búið er að ræsa út björgunarsveitir sem eru á leiðinni á staðinn. Lítið er vitað annað en að maðurinn sé nakinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það kona sem var á leiðinni niður Esjuna sem mætti manninum og tilkynnti til lögreglu.

Landsbjörg gat litlar upplýsingar veitt aðrar en að hún aðstoðaði lögregluna við leitina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×