Innlent

Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu

Hér má glöggt sjá í hvers konar hættu erlendi ferðalangurinn kom sér í.
Mynd: Eiríkur Guðmundsson
Hér má glöggt sjá í hvers konar hættu erlendi ferðalangurinn kom sér í. Mynd: Eiríkur Guðmundsson

Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis.

Maðurinn var á ferð með félaga sínum og tók upp á því að klifra í stuðlabergi í fjöruborðinu. Eitthvað hefur ferðalangurinn vanmetið ölduganginn þar því eins og sést á meðfylgjandi mynd tóku öldurnar að skella á manninum þar sem hann reyndi að fikra sig eftir berginu.

Eiríkur Guðmundsson, sem var staddur í Reynisfjöru ásamt fjölskyldu sinni, segir að ferðalangurinn hafi verið allt að fimmtán mínútur að koma sér úr þeirri hættu sem hann hafi komið sér í. Eiríkur segir að verulega hefi farið um sig og fjölskyldu sína þar sem ferðalangurinn hafi virst vera í mikilli hættu á tímabili.

"Hann var svo verulega blautur og kaldur þegar hann náði loksins að koma sér niður og inn í bíl," segir Eiríkur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×