Innlent

Ný gjaldeyrislög leggja hömlur á flutning fjár úr landi

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi.

Stjórnendur útflutningsfyrirtækja eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi ef þeir skila ekki heim gjaldeyri, sem aflað er erlendis og hömlur verða lagðar á flutning fjármuna úr landi, samkvæmt frumvarpi, sem samþykkt var á Alþingi á fimmta tímanum í nótt og öðlast þegar gildi.

Þessi ráðstöfun stendur í tvö ár, eða jafnlengi og lánasamningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Frumvarpið var lagt fam í gærkvöldi og fjallaði viðskiptanefnd þingsins um það fram yfir miðnætti.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í viðtali við Morgunblaðið að lögin muni stórskaða íslenskt viðskiptalíf þar sem verið sé að framlengja gjaldeyrishöftin og gera þau víðtækari. Traust á íslensku viðskiptalífi muni minnka með þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×