Innlent

Færri mótmæla á Austurvelli

Frá mótmælafundi á Austurvelli.
Frá mótmælafundi á Austurvelli.

Níundi mótmælafundurinn sem haldinn er á Austurvelli hófst núna klukkan 15:00. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru töluvert færri á fundinum en undanfarnar helgar. Veðrið er þó hið besta og betra en oft áður.

Fólk er þó enn að týnast á fundinn og munu þau Gerður Kristný rithöfundur og Jón Heiðar Erlendsson ávarpa fundinn.

Yfirskrift fundanna hefur verið "Breiðfylking gegn ástandinu ". Fundurinn hefur einnig það markmið að sameina þjóðina og skapa meðal hennar samstöðu og samkennd.

Hörður Torfason sem staðið hefur að fundunum hefur boðað til blaðamannafundar eftir að mótmælafundinum líkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×