Innlent

Hert landamæraeftirlit á Leifsstöð vegna Hells Angels

Gripið var til herts landamæraeftirlits í Leifsstöð síðdegis í gær, að skipan dómsmálaráðherra, og stendur það fram á sunnudagskvöld. Hlutaðeigandi Shengen ríkjum hefur verið gert viðvart um þessa ráðstöfun í þágu þjóðaröryggis.

Í tilkynningu um þetta í netútgáfu Lögbirtingarblaðsins er ekki greint nánar frá ástæðunni. Hún gæti hinsvegar verið sú að búist er við hópi félagsmanna úr bifhjólasamtökunum Hells Engels, eða Vítisenglum hingað til lands um helgina til að heimsækja vélhjólamenn í Fáfni. Tveir þeirra voru handteknir þegar lögregla braust inn í húsnæði Fáfnismanna við Klapparstíg síðdegis í gær og gerði þar húsleit. Þar fundust vopn af ýmsum gerðum og lítilræði af fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×