Innlent

790 króna hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra

MYND/GVA

Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 789 krónur á mann eða um 12,5 prósent.

Fram kemur í frumvarpinu að hækkunin sé vegna verðlagsbreytinga frá desember 2005 til sama mánaðar 2006, en byggingarvísitala hefur hækkað um 12,5 prósent á þessum tíma. Gjald í Framkvæmdasjóðinn verður 7.103 krónur á næsta ári verði frumvarpið samþykkt.

Fram kemur í umsögn fjármálaráðuneytisins með frumvarpinu að gjaldendur verði um 183.560 á næsta ári og tekjur sjóðsins hækki um rúmar 210 milljónir króna á greiðslugrunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×