Innlent

Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum

Valgerður virðist ekki hafa miklar áhyggjur af andstöðu Sjálfstæðismanna við frumvarpi hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar.
Valgerður virðist ekki hafa miklar áhyggjur af andstöðu Sjálfstæðismanna við frumvarpi hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar.

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu.

Fram hefur komið að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í iðnaðarnefnd gera athugasemdir við frumvarpið. Einn þeirra, Sigurður Kári Kristjánsson, telur afar ólíklegt að frumvarpið verði að lögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×