Sport

Jón Arnór með 16 stig

Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti fínan leik er lið hans, Dynamo St. Petersburg, sigraði CEZ Nymburk með 101 stigi gegn 93 í dag og setti niður 16 stig. Jón Arnór, sem spilaði næst mest allra Dynamo manna eða í 36 mínútur, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dynamo leiðir því 1-0 í einvíginu en seinni leikur liðanna fer fram í Tékklandi á föstudaginn, og ef til oddaleiks kemur verður hann í St. Pétursborg þriðjudaginn 1. mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×