Innlent

Barri ekki í eigu ríkissjóðs

Fyrirtækið Barri hf. er ekki í eigu ríkissjóðs. Fyrirtækið var á lista fjármálaráðherra sem svaraði fyrirspurn um eignarhald ríkisins í hlutafélögum og einkahlutafélögum. Var miðað við eignir 1. desember 2004. Rúnar Ísleifsson, framkvæmdastjóri Barra, segir 22,4 prósenta hlut ríkisins hafa verið seldan að undangengnu útboði Ríkiskaupa. Gengið hafi verið frá kaupunum í janúar 2004. Guðmundur I. Guðmundsson, yfirlögfræðingur Ríkiskaupa, staðfestir að hluturinn í Barra hafi verið seldur Félagi skógarbænda á Héraði fyrir tæpar 4,1 milljón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×