Innlent

Hreinsaður af vísindavefnum

Stefán Ófeigsson er geimverkfræðingur og hafði skrifað svör við spurningum á Vísindavef Háskólans.
Stefán Ófeigsson er geimverkfræðingur og hafði skrifað svör við spurningum á Vísindavef Háskólans.

Svör Stefáns H. Ófeigssonar geimverkfræðings hafa verið fjarlægð af Vísindavef Háskóla Íslands. Virðist þetta hafa verið gert í kjölfar þess að Stefán var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun þar sem hann er talinn hafa beitt svefnlyfi á fórnarlamb sitt.

Fyrir þessar sakir hefur Stefán verið nefndur svefnnauðgarinn. Þetta kemur fram á Wiki­pedia-vefnum. Ekki náðist í Þorstein Vilhjálmsson, vefstjóra Vísindavefsins, en hann er erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×