Erlent

Árásir í Írak

Bandaríski flugherinn gerði árás á uppreisnarmenn í borginni Fallujah í Írak í morgun. Að sögn sjónarvotta særðust fimm óbreyttir borgarar í árásinni, þar á meðal börn. Þá létust tveir bandarískir hermenn í sprengingu í morgun nálægt borginni Samarra og Íraki var skotinn til bana í Mósul en hann starfaði fyrir Bandaríkjaher. Kúveiska fyrirtækið sem á sjö starfsmenn í haldi mannræningja segist ekki ætla að fara frá Írak. Mannræningjarnir ætla að drepa fyrsta gíslinn á sunnudag fari fyrirtækið ekki frá landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×