Innlent

Lögfræðingur segi vitleysu

MYND/Róbert
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að fjölmiðlamálið hefði borið á góma, þótt það hefði ekki beinlínis verið á dagskrá. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar en ráðherrarnir hefðu rætt stöðu málsins. Davíð Oddsson sagðist ekki hafa séð álit Eiríks Tómassonar, lagaprófessors, um að ekki væri hægt að taka fjölmiðlalögin úr þeim farvegi sem þau hefðu verið í eftir synjun forseta. Hann sagði þó að ekkert yrði gert með það þó einhver fengi lögfræðing til að segja einhverja vitleysu. Hann kvaðst enn fremur viss um að forsetinn myndi undirrita lögin eftir að þau væru samþykkt sem lög frá Alþingi, að öðrum kosti væri hann kominn út í pólitík. Ráðherrar voru óvænt kallaðir til ríkisstjórnarfundar, þótt þeir væru staddir úti á landi. Davíð sagðist einfaldlega leggja á það áherslu að þeir sætu ríkisstjórnarfundi meðan þing starfaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×