Erlent

Sex tvíburapör á 32 klukkustundum

Sá fáheyrði atburður gerðist á fæðingardeildinni á Sparrow-sjúkrahúsinu í Lansing í Michiganríki í Bandaríkjunum í vikunni að þar komu í heimin sex tvíburapör á aðeins 32 klukkstundum. Fyrstu tvíburarnir fæddust snemma á þriðjudagsmorguninn og svo fylgdu fimm í kjölfarið. Aðeins eitt stúlkupar var í þessum fríða hópi. Allar fæðingarnar gengu hratt og vel fyrir sig og heilsast bæði mæðrum og börnum vel. Ein móðirin fæddi tvo drengi sem voru 16 merkur hvor. Ekki er vitað hvort um heimsmet sé að ræða en starfsmenn Heimsmetabókar Guinness kanna nú málið.

Erlent

Discovery á loft í kvöld

Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í kvöld. Slæm veðurspá undanfarinna daga hefur batnað mikið og þrumuveðrið á svæðinu er nánast gengið niður.

Erlent

Gíslinn er enn á lífi

Palestínskur aðstoðarráðherra segist hafa haft spurnir af því að líðan ísraelska gíslsins væri stöðug eftir að hann fékk í sig þrjú skotsár.

Erlent

Hátt í sjötíu týndu lífi

Að minnsta kosti 66 biðu bana þegar bílsprengja sprakk á markaði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þá var þingkonu úr hópi súnnía rænt af óþekktum byssumönnum.

Erlent

Deilt um erlent eignarhald

Sala norsku fjölmiðlasamsteypunnar Orkla Media til breska fjölmiðlafyrirtækisins Mecom hefur hrundið af stað umræðu í Noregi um kosti og galla erlends eignarhalds á fjölmiðlum þar í landi.

Erlent

Bangsarnir gerðir þyngri

Árum saman hafa bandarísk börn bætt á sig sífellt fleiri aukakílóum og verður þessi þróun heilbrigðiskerfinu þar í landi æ þyngri byrði.

Erlent

Telpurnar voru kyrktar

Belgísku telpurnar tvær sem fundust látnar á miðvikudag í Belgíu eftir tæplega þriggja vikna leit, voru báðar myrtar, að sögn belgískra saksóknara. Þær voru báðar kyrktar og hafði eldri telpunni verið nauðgað fyrir dauða hennar. Líkin voru krufin á fimmtudag.

Erlent

Gagnrýnandi íslamstrúar varð ríkisstjórn að falli

Hollenska ríkisstjórnin hefur sagt af sér eftir þriggja ára setu vegna ágreinings um mál þingkonunnar Ayaan Hirsi Ali, sem svipt var ríkisborgararétti sínum nýverið. Sviptingin hefur verið dregin til baka, en Hirsi Ali er farin úr landi.

Erlent

Beltið reyndist rangt tengt

Sprengjubeltið sem fjarlægt var af manni í Stokkhólmi í Svíþjóð um síðustu helgi var rangt tengt og hefði því ekki getað sprungið í loft upp, að sögn sænsks saksóknara.

Erlent

Heiðruðu konung rokksins

Opinberri kveðjuheimsókn Junichiros Koizumi, forsætisráðherra Japans, til Bandaríkjanna lauk á léttari nótunum, þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti bauð þessum japanska samherja sínum í heimsókn til Gracelands, seturs Elvis Presley.

Erlent

Tilraunaskot "óásættanlegt"

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, og George W. Bush, forseti Banda-ríkjanna, hittust á fimmtudag og vöruðu Norður-Kóreumenn við því að skjóta langdrægri eldflaug á loft í tilraunaskyni. Hótaði Koizumi Norður-Kóreumönnum "ýmsum þrýstingi" ef af skotinu yrði, án þess að útskýra orð sín nánar. Bush sagði að mögulegar tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu væru "óásættanlegar".

Erlent

Ekkert lát á árásum Ísraela á Gazaströndina

Ekkert lát er á árásum Ísraela á Gazaströndina en í morgun lögðu þeir innanríkisráðuneyti Palestínu í rúst, svo og skrifstofur Fatah-hreyfingarinnar. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, segir árásirnar torvelda frelsun ísraelska gíslsins sem er í haldi skæruliða.

Erlent

14 drukknað í flóðum í Kína

Að minnsta kosti 14 hafa druknað og jafn margir slasast í flóðum í suð vestur hluta Kína síðustu tvo daga. Mikið hefur rignt á svæðinu og hefur úrkoma mælst 10-15 cm.

Erlent

Bíræfið rán í Grimsby

Bíræfði og þaulskipulagt rán var framið í frystigeymslu í Grimsby um síðustu helgi og er ræningjanna enn leitað, að því er fram kemur á vefsíðu Grimsby. Eftir að hafa barið næturvörð og læst framkvæmdastjóra frystigeymslunnar og son hans inni, lestuðu ræningjarnir fimm stolna frystibíla með frystum fiski, að andvirði 140 milljónir króna og komust undan.

Erlent

Ökumenn kúgaðir í Peking

Lögreglan í Peking í Kína varaði í gær ökumenn við óvenjulegri fjárkúgunarstarfsemi sem hópur manna hefur orðið uppvís að þar í borg. Þeir hafa nefnilega stundað það að valda árekstrum við ökumenn utanbæjarbíla og heimta svo háar upphæðir í skaðabætur.

Erlent

Ferð Discovery verður ekki frestað

Stjórnendur bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, segja að hægt verði að skjóta Discovery-geimflauginni á loft um laugardaginn eins og fyrirhugað er. Þeir segjast vissulega þurfa að taka tillit til veðurs en það eigi þó ekki að tefja áæltað geimskot. Þetta verður þá í fyrsta sinn í tæpt ár sem flauginni er skotið á loft.

Erlent

Bush vill nýjan herrétt

Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að mál fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fari fyrir herrétt þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að skipan slíks dómstóls sé ólögmæt. Úrskurður réttarins frá í gær er sagður mikið áfall fyrir Bandaríkjaforseta.

Erlent

Nýtt myndband frá bin Laden

Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, vottar Abu Musab al-Zarqawi, látnum leiðtoga samtakanna í Írak, virðingu sína á nýju myndbandi sem birt var á vefsíðu íslamskra öfgamanna í nótt. (LUM) Þar hrósar hann al-Zarqawi og ver árásir hans á óbreytta borgara. Hann krefst þess einnig að bandarísk stjórnvöld afhendi ættingjum al-Zarqawi líkið af honum. Myndbandið sýnir ekki nýjar myndir af bin Laden heldur er þar gamla mynd af honum að finna, auk myndar af al-Zarqawi. Nýjar myndir hafa ekki verið teknar af bin Laden síðan í október 2004. Ekki hefur fengist formlega staðfest að þetta sé rödd bin Laden sem heyrist á myndbandinu en það er þó talið líklegt. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, fer nú yfir myndbandið sem er það fjórða frá bin Laden í ár reynist það ósvikið.

Erlent

Ríkisstjórn Hollands víkur

Forsætisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, tilkynnti í gær um afsögn ríkisstjórnar landsins, eftir að ráðherrar í einum flokka samsteypustjórnarinnar sögðu sig úr henni. Mikið ósætti hefur verið innan stjórnarinnar eftir að ráðherra innflytjendamála svipti þingkonuna fyrrverandi Hrisi Ali ríkisborgararétti á þeim forsendum að hún hefði logið til um nafn þegar hún kom til landsins árið 1992.

Erlent

Mannfall við landamærin í Kasmír

Indverskir hermenn skutu átta menn til bana þegar þeir reyndu að smygla sér yfir landamæri indverska og pakistanska hluta Kasmírs-héraðs í morgun. Talsmaður hersins segir þá hafa verið íslamska vígamenn.

Erlent

Árásum á Gaza haldið áfram

Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið.

Erlent

Konur kjósa í fyrsta sinn

Þingkosningar voru haldnar í Kúveit í gær og var þetta í fyrsta sinn sem konur fengu að kjósa í hinu olíuríka arabalandi. Kjörstaðir voru kynskiptir.

Erlent

Fangaréttarhöld eru lögleysa

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að stríðsglæparéttarhöld yfir föngum sem hafa verið í haldi í bandarískum fangabúðum á Kúbu, brjóti bæði í bága við bandarísk herlög og Genfarsáttmálana.

Erlent

Ríkisstjórnir heims axli meiri ábyrgð

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti á mánudag ríkisstjórnir heims til að gæta vopnabúra sinna betur og setja aukinn kraft í að eyða ólöglegum vopnum. Á alþjóðlegri ráðstefnu um ólöglega vopnasölu sem nú stendur yfir sagði Annan vopnasmyglara, þjófa og spillta embættismenn höfuðandstæðinga þeirra sem vilja koma böndum á ólöglega vopnasölu í heiminum, en þó mættu ríkisstjórnir heimsins leggja mun meira af mörkum til að sporna við henni.

Erlent

Segir af sér vegna Hirsi

Hollenski forsætisráðherrann, Jan Peter Balkenende, lýsti því yfir að þriggja ára samsteypustjórn hans muni segja af sér eftir að þrír ráðherrar sögðu sig úr henni í gær. Ætlar Balkenende að senda Beatrix drottningu bréf þess efnis í dag.

Erlent

Búast við svari frá Íransstjórn

Bandaríkin, Rússland og önnur iðnríki í hópi átta stærstu iðnríkja heims sögðust í gær vænta þess að írönsk stjórnvöld veiti svar í næstu viku við tilboði stórveldanna til lausnar deilunni um kjarnorkuáform Írana.

Erlent

Fetaostsmyglari flýr tollverði

Tuttugu og átta ára gamall maður, sem reyndi að smygla tveimur tonnum af fetaosti inn í Noreg, lagði á flótta þegar tollverðir gáfu honum merki um að stöðva flutningabíl sinn.

Erlent