Innlent

Brýnt að aðskilja sýslumenn og lögreglu

MYND/Anton Brink
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, telur brýnt að lögregluumdæmum verði fækkað og að þau verði skilin frá embættum sýslumanna á landsbyggðinni. Þetta kom fram í máli ráðherrans í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag um þjónustu- og öryggisstig löggæslu á Íslandi.

Ragna sagði mikilvægt að flokka þau verkefni sem lögreglan eigi að inna af hendi og þá grunnþjónustu sem ekki væri hægt að vera án. Fram kom í máli Rögnu að dómsmálaráðuneytið vinnur nú að tillögum þar sem skýrsla Ríkislögreglustjóra um grunnþjónustuna er höfð til hliðsjónar.

Málshefjandi umræðunnar var Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem vildi vita um fyrirhugðar breytingar á yfirstjórn og verkefnum lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×