Innlent

Lögreglan nýtur mests trausts

lögreglan Rúmlega 80 prósent landsmanna bera mest traust til lögreglu.
lögreglan Rúmlega 80 prósent landsmanna bera mest traust til lögreglu.

Lögreglan mælist nú með mest traust meðal þjóðarinnar, samkvæmt nýrri mælingu Þjóðarpúls Gallups sem tekur til fjórtán stofnana og embætta. Rúmlega 81 prósent segist nú bera mikið traust til lögreglunnar. Háskóli Íslands sem lengst af hefur verið sú stofnun sem notið hefur mests trausts kemur þar á eftir en 76 prósent bera mikið traust til hans.

Ríflega 57 prósent bera mikið traust til embættis sérstaks saksóknara. Rúmlega 31 prósent ber mikið traust til dómskerfisins sem er lítil breyting frá því í fyrra. Traust til ríkissaksóknara mælist litlu minna en 29 prósent landsmanna bera mikið traust til hans. Traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eykst um fjögur prósentustig frá því í fyrra en 22 prósent bera mikið traust til hennar.

Traust til Seðlabankans eykst milli mælinga en 15 prósent landsmanna bera mikið traust til hans. Einungis 13 prósent þjóðarinnar bera mikið traust til Alþingis. Þá bera 11 prósent mikið traust til Fjármálaeftirlitsins en sambærilegt hlutfall í fyrra var rúmlega tvöfalt lægra. Eins og í fyrra nýtur bankakerfið minnsts trausts að þessu sinni en einungis fimm prósent Íslendinga segjast bera mikið traust til þess. -jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×