Innlent

Stefán Eiríksson: Dómstólar hafa svarað kalli lögreglumanna

Stefán Eiríksson á vettvangi. Mynd/Vilhelm.
Stefán Eiríksson á vettvangi. Mynd/Vilhelm.

„Við fyrstu sýn er ég mjög sáttur við þennan dóm," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu um nýfallinn refsidóm yfir sjö mönnum sem réðust á tvo lögregluþjóna í Árbænum í október á síðasta ári.

Lögreglumennirnir komu í heimahús í Árbænum þar sem kvartað hafði verið undan hávaða. Þegar þeir hugðust hafa afskipti af veislugestum var ráðist á þá. Sjö árásarmannanna voru dæmdir en einn sýknaður. Þrír þeirra fengu níu mánaða óskilorðsbundin dóm. Vægustu dómarnir voru 6 mánuðir óskilorðbundnir.

Miðað við niðurstöðuna þá sendir dómurinn út mjög skýr skilaboð," segir Stefán en nokkuð hefur borið á því síðustu misseri að lögreglumenn hafi lent í alvarlegum átökum við þá sem þeir handtaka, stundum hafa afleiðingarnar verið alvarlegar fyrir lögreglumenn.

„Við höfum kallað eftir því að dómstólar taki á þessum málum miðað við alvarleika þeirra og þeir virðast hafa svarað því kalli með sóma," segir Stefán sem er sáttur fyrir hönd sinna manna.


Tengdar fréttir

Lögguníðingarnir í Árbæ dæmdir í fangelsi

Sjö karlmenn voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir sem allir eru meðlimir í þekktu gengi filipseyinga, réðust á tvo lögregluþjóna í Árbæ, sem komu í samkvæmi þar sem kvartað hafði verið undan hávaða. Árásin þótti með öllu tilefnislaus en þrír mannanna hlutu 9 mánaða fangelsisdóm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×