Innlent

Lögguníðingarnir í Árbæ dæmdir í fangelsi

Mennirnir réðust á tvo lögreglumenn við skyldustörf.
Mennirnir réðust á tvo lögreglumenn við skyldustörf.

Sjö karlmenn voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir sem allir eru meðlimir í þekktu gengi filipseyinga, réðust á tvo lögregluþjóna í Árbæ, sem komu í samkvæmi þar sem kvartað hafði verið undan hávaða. Árásin þótti með öllu tilefnislaus en þrír mannanna hlutu 9 mánaða fangelsisdóm.

Árásin átti sér stað í október á síðasta ári en alls voru tólf handteknir vegna málsins. Árásin vakti nokkurn óhug þar sem árásarmennirnir voru margir og lögregluþjónarnir, karl og kona, voru aðeins tvö á vettvangi.

Af þessum tólf voru átta ákærðir í málinu en einn þeirra var sýknaður. Eins og fyrr segir fengur þrír mannanna níu mánaða fangelsisdóm, einn fékk sjö mánuði og þrír fengu sex mánaða fangelsisdóm.

Afleiðingar af árásinni urðu þær að annar lögregluþjónninn hlaut fjölmarga áverka á höfði, þar með talið opin sár aftan til á höfði, blæðingu inn á augnslímu utanvert á vinstra auga, hálstognun í hnakka og brot upp úr glerungi tveggja tanna. Hinn lögregluþjónninn hlaut mar og bólgu yfir vinstra gagnauga og roða í hársverði.

Hér að neðan má sjá hversu langa fangelsisdóma mennirnir fengu:

Cresente Paraiso Montemayor - 9 mánuði

Reynir Þór Resgonia - 9 mánuðir

Romeo Penas Barriga - 9 mánuðir

Rey Christian Alguno - 7 mánuðir

Erwin Jón Bacolod - 6 mánuðir

Mark Vincent Canada Aratea - 6 mánuðir

Michael Jade Canada Aratea - 6 mánuðir







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×