Fleiri fréttir

Borgin greiðir 14,6 milljarða til Brúar lífeyrissjóðs

Reykjavíkurborg greiddi Brú lífeyrissjóði 14,6 milljarða króna undir lok síðasta árs til að gera upp áfallnar lífeyrisskuldbindingar upp á 3,5 milljarða og áætlaðar framtíðarskuldbindingar upp á 10 milljarða. Þá var lagt framlag í varúðarsjóð upp á einn milljarð.

Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar

Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Brynja í stjórn Fossa markaða

Brynja Baldursdóttir var kjörin í stjórn Fossa markaða á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum.

Nítján milljarða greiðsla ríkissjóðs inn á lífeyrisskuldbindingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti 30. desember síðastliðinn.

Kynna fjórðu leiðina við bókun á flugi

Nýi valkosturinn heitir WOW comfy og verður hægt að nýta sér hann þegar bókað er flug með félaginu. Í WOW comfy er innifalinn flugmiði, lítið veski, innrituð taska, handfarangur, forfallavernd og sæti með XL eða XXL sætabili.

Fanney Birna ráðin aðstoðarritstjóri Kjarnans

Sinnti Fanney starfi aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins á sínum tíma en undanfarið ár hefur hún stýrt pólitíska umræðuþættinum Silfrinu á RÚV ásamt Agli Helgasyni. Segir í tilkynningunni að hún muni áfram stýra þættinum með Agli.

Ganga frá rammasamningi um kaup á miðlægum tölvubúnaði

Opin kerfi og Ríkiskaup hafa gengið frá rammasamningi um kaup á miðlægum tölvubúnaði. Um er að ræða samning þar sem Opin kerfi er skilgreint sem forgangsbirgi Ríkiskaupa næstu þrjú árin í kaupum Ríkisstofnana á miðlægum tölvubúnaði.

Fjárfesta í Solid Clouds fyrir 270 milljónir

Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljonir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds herkænskuleikinn Starborne. Auk þess fékk Solid Clouds vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði.

Minna flutt inn af flugeldum í takt við minni hagvöxt

578 tonn af flugeldum voru flutt til landsins á síðasta ári og er það heldur minna en árið áður, 2016, þegar 662 tonn voru flutt inn. Er það í takt við minni vöxt hagkerfisins á milli ára, að því er fram kom í kynningu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á hádegisfundi samtakanna með fjölmiðlum í dag.

Bíða eftir niðurstöðu dómstóls í lögbannsmáli

Þess er nú beðið að héraðsdómur taki afstöðu til ákvörðunar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja lögbannsbeiðni vegna afhendingu Isavia á gögnum sem varða forval um leigu á aðstöðu fyrir veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2014.

Nýtt skipurit innleitt hjá Icelandair

Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu.

Endurnýja samning um leigjendaaðstoð

Neytendasamtökin munu áfram sinna leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið sem undirritaður var í dag.

Helena til Lýðháskólans á Flateyri

Stjórn félags um stofnun Lýðháskóla á Flateyri hefur ráðið Helenu Jónsdóttur, sálfræðing, sem framkvæmdastjóra Lýðháskólans á Flateyri.

Eiga nú yfir helmingshlut í Össuri

William Demant Invest A/S (WDI) á nú yfir 50 prósent hlut í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og er stefnan sett á að eignast 50-60 prósent hlut í félaginu þegar fram líða stundir.

Kaupa starfsstöð CCP í Newcastle

Breska tölvuleikjaþróunarfyrirtækið Sumo Digital hefur keypt starfsstöð íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP í Newcastle-borg.

2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn

Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi.

Húsaleiga námsmanna hækkar talsvert

Í tilkynningu til námsmanna segir að ástæða hækkunar húsaleigu megi fyrst og fremst rekja til mikillar hækkunar opinberra gjalda á síðustu tveimur til þremur árum.

Mikill vöxtur einkaneyslu í fyrra þrátt fyrir aukinn sparnað

Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra.

Atvinnuleysi 1,7 prósent

Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,2 prósent og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1,7 prósent í nóvember.

Gísli laut í lægra haldi fyrir dönskum banka

Lögfræðingurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 kr. danskar vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem tekið var í janúar árið 2005.

Sjá næstu 50 fréttir