Viðskipti innlent

Icelandair aldrei flutt jafn marga og á síðasta ári

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Fjórar milljónir farþega ferðuðust með Icelandair á síðasta ári.
Fjórar milljónir farþega ferðuðust með Icelandair á síðasta ári. Vísir/Vilhelm
Flutningatölur Icelandair fyrir árið 2017 liggja fyrir og kemur þar fram að félagið hefur aldrei flutt fleiri farþega á einu ári. Voru farþegar alls fjórar milljónir en tölurnar eru birtar í tilkynningu frá félaginu.

Þá voru fluttir 235 þúsund farþegar í desember og er um að ræða sjö prósent aukningu í sama mánuði á milli ára. Þá nam framboðsaukning 10 prósent á milli ára en sætanýting var 76,5 prósent samanborið við 77,2 prósent árið á undan.

Sætanýting ársins nam 82,5 prósentum og jókst um 0,3 prósentustig samanborið við árið 2016.  Heildarfjöldi farþega Air Iceland Connect yfir árið var 349 þúsund og jókst því um 7 prósent á milli ára. Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 17 prósent og flutt frakt um 11 prósent. Herbergjanýting á hótelum félagsins á árinu 2017 var 81,2 prósent samanborið við 81,5 prósent árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×