Viðskipti innlent

Stofnandi Color Run selur 51 prósenta hlut sinn

Þórdís Valsdóttir skrifar
Rúmlega tíu þúsund manns tóku þátt í The Color Run í sumar.
Rúmlega tíu þúsund manns tóku þátt í The Color Run í sumar. Vísir/Andri Marinó
Davíð Lúther Sigurðarson stofnandi einkahlutafélagsins Basic International hefur selt 51 prósenta hlut sinn í félaginu. Samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu mun hann einbeita sér að öðrum verkefnum eftir söluna.

Basic International ehf. sér um The Color Run hlaupið sem farið hefur fram þrisvar sinnum á Íslandi og þar að auki skipuleggur félagið Gung Ho skemmtihlaupið sem fram fór í fyrsta sinn á þessu ári. Félagið hefur einnig séð um skemmtihlaupin tvö á Norðurlöndunum.

Kaupandi 51 prósenta hluta Davíðs Lúthers er Manhattan ehf. sem átti fyrir 49 prósenta hlut í félaginu og verður Basic International ehf. því að fullu í eigu Manhattan ehf. eftir kaupin.

Kaupverð félagsins er trúnaðarmál samkvæmt fréttatilkynningu frá Basic International ehf. og hefur Ragnar Már Vilhjálmsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins.

Þar kemur einnig fram að Basic International fyrirhugi að halda allt að tólf viðburði á árinu, bæði hérlendis og á Norðurlöndum, og stefnir félagið að því að fjölga viðburðum enn frekar á næstu árum.


Tengdar fréttir

Litríkir hlauparar og Coca-Cola trukkar í Color Run

Litahlaupið, eða Color Run, hófst í morgun klukkan 11 þegar hlauparar voru ræstir út við Hljómskálagarðinn. Búist var við því að yfir 10 þúsund manns legðu leið sína í miðbæinn vegna hlaupsins en ljóst er að margt var um manninn á svæðinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×