Viðskipti innlent

Jóhanna ráðin fræðslu- og jafnréttisfulltrúi BHM

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir.
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir. BHM
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir hefur verið ráðin fræðslu- og jafnréttisfulltrúi BHM.

Jóhanna er fædd árið 1979, lauk BS-prófi í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2009 og ML-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2014.

Í tilkynningu frá BHM segir að hún hafi áður starfað hjá velferðarráðuneytinu, meðal annars að verkefnum á sviði jafnréttismála, og þar áður sem skrifstofu- og mannauðsstjóri Húðlæknastöðvarinnar ehf.

„Hjá BHM mun Jóhanna hafa umsjón með fræðslumálum, m.a. skipulagi námskeiðahalds fyrir félagsmenn, starfsmenn og kjörna fulltrúa aðildarfélaga. Einnig mun hún sinna margvíslegum verkefnum sem lúta að jafnrétti á vinnumarkaði og í samfélaginu, m.a. sem starfsmaður jafnréttisnefndar BHM sem er ein fastanefnda bandalagsins,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×