Fleiri fréttir

Seldi birgðir af frosnum hval fyrir 1,3 milljarða

Birgðir Hvals hf. af frystum hvalaafurðum voru metnar á 2,6 milljarða króna í september í fyrra. Félagið hagnaðist um rétt tæpa tvo milljarða og greiddi eigendum 625 milljónir í arð.

Framkvæmdastjóri Bláa lónsins látinn fara

Dagný Hrönn Pétursdóttir, sem hefur verið framkvæmdastjóri Bláa lónsins um árabil, hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Var henni tilkynnt um uppsögnina síðastliðinn þriðjudag, samkvæmt heimildum Vísis.

Íslenskur frumkvöðull segir Google haga sér eins og hrekkjusvín

Íslenski frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segir að bandaríski tæknirisinn Google níðist á smærri tæknifyrirtækjum í krafti stærðar sinnar. Tímabært sé að koma böndum á Google sem sé með yfirburðastöðu á leitarvéla- og auglýsingamarkaði á internetinu.

Dröfn seld úr landi

Hafrannsóknaskipið Dröfn hefur verið selt úr landi en það er væntanlegt til Kanaríeyja í dag.

Lítið ber á nýbyggingum

Nýbyggðar íbúðir eru ekki mikið áberandi í sölutölum enn sem komið er. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í gær.

Kröfu Gamma ehf. vísað frá í Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti á mánudag niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði frá fyrr í sumar kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Mangement yrði bannað að nota heitið GAMMA í fasteignaviðskiptum. Var það niðurstaða dómsins að Gamma ehf. hefði ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kröfuna.

Telja bréf Marel undirverðlögð

Lækkanir síðustu vikna á gengi hlutabréfa í Marel hafa skapað gott kauptækifæri fyrir fjárfesta að mati hagfræðideildar Landsbankans. Nýtt verðmat sérfræðinga bankans, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er tæpum nítján prósentum hærra en gengi bréfa félagsins eftir lokun markaða í gær.

Skrifstofukostnaður RÚV jókst um fimmtung

Kostnaður Ríkisútvarpsins (RÚV) vegna skrifstofu útvarpsstjóra, fjármáladeildar og stjórnar nam tæpum 140 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um tuttugu prósent á milli ára, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins. Rekstrargjöld Ríkisútvarpsins námu rúmum þremur milljörðum króna á tímabilinu og hækkuðu um 114 milljónir eða fjögur prósent á milli ára.

Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða

Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins.

Sterk merki um kólnun skýra lækkanir

Hlutabréfaverð hefur lækkað um hátt í þrettán prósent í sumar. Fjárfestar draga upp dekkri mynd en áður af þróun efnahagsmála og halda fremur að sér höndum. Hægst hefur á vexti ferðaþjónustunnar.

Forstjóri Skeljungs hættir

Í kjölfar stefnumótunar stjórnar og stjórnenda hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að breyta skipulagi félagsins.

VÍS bætir upplýsingagjöf til markaðarins

Við viljum efla alla okkar upplýsingagjöf til markaðarins og þetta er eitt skref í því,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri tryggingafélagsins VÍS, í tilefni þess að félagið hefur ákveðið að birta reglulega upplýsingar um samsett hlutfall og greiddar tjónabætur.

Brim sakar lögmann Logos um að hafa í hótunum við starfsmann

Forsvarsmenn Brims hafa kvartað til úrskurðarnefndar lögmanna vegna framgöngu lögmanns eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo. Þeir saka lögmanninn um að hafa haft í hótunum við fyrrverandi starfsmann Brims. Lögmaðurinn vísar ásökununum á bug.

Hætt við sölu Öryggismiðstöðvarinnar

Eigendur Öryggismiðstöðvar Íslands, sem eru meðal annars Hjörleifur Þór Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso, og Guðmundur Ásgeirsson, oft kenndur við Nesskip, hafa hætt við sölu á fyrirtækinu.

Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg

Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu.

Óttast enn eitt höfrungahlaupið í launahækkunum í vetur

Samtök atvinnulífsins telja að mikil hækkun raungengis launa síðustu ár ógni samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Launakostnaður innlendra fyrirtækja hefur hækkað umtalsvert meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir