Viðskipti innlent

Anna Þóra nýr framkvæmdastjóri FVH

Atli Ísleifsson skrifar
Anna Þóra Ísfold.
Anna Þóra Ísfold. FVH
Anna Þóra Ísfold hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) og hefur hún hafið störf.

Í tilkynningu frá FVH segir að Anna Þóra hafi fjölbreyttan feril að baki. „Hún lærði viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og MSc í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræðum við Háskóla Íslands. Auk þess hefur hún nýverið lokið diplómanámi í lýðheilsuvísindum hjá Háskóla Íslands. Hún starfaði í níu ár sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Síðastliðin ár hefur Anna Þóra sérhæft sig í ráðgjöf og umsjón samfélagsmiðla fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Anna Þóra býr jafnframt yfir sérþekkingu á D- vítamíni en MSc ritgerð hennar fjallaði einmitt um tengsl þekkingar og áhrifavalda D-vítamíns á hegðun fólks. Hún er talsmaður góðra stjórnarhátta, viðurkenndur stjórnarmaður frá Rannsóknarmiðstöð um góða stjórnarhætti. Situr auk þess í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu.

Anna Þóra er 42 ára, býr í smáíbúðarhverfinu með þremur dætrum sínum á aldrinum þriggja til fimmtán ára, á auk þess 25 ára fósturson. 

Í samstarfi við stjórn FVH mun Anna á næstu mánuðum innleiða breytingar í takt við nýja tíma; ásýnd félagsins, hlutverk og framtíðarsýn hafa verið endurskilgreind af stjórn. Munu því ferskir vindar blása um félagið í vetur.

Hlutverk FVH er að efla kynni og tengsl 1000 félagsmanna, veita þeim hagnýtar upplýsingar sem snerta kjör þeirra og starfsframa. Stuðla að fjölbreyttum tækifærum tengd endurmenntun og fjalla um málefni líðandi stundar og rannsóknir í viðskipta- og hagfræði,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×