Viðskipti innlent

Salvör Nordal hætt í stjórn Haga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Salvör Nordal.
Salvör Nordal. Vísir/GVA

Salvor Nördal, nýskipaður umboðsmaður barna, hefur sagt sig úr stjórn Haga. Ekki er leyfilegt fyrir umboðsmann barna að hafa með höndum önnur launuð störf.

Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til kauphallarinnar. Þar segir að úrsögn Salvarar taki gildi frá og með deginum í dag.

Salvör var skipuð í embætti umboðsmanns barna í júlí og mun hún gegna því embætti næstu fimm árin hið minnsta.

Salvör er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og M.Phil í samfélagslegu réttlæti frá Stirling-háskóla í Skotlandi. Þá er hún með doktorspróf í heimspeki frá háskólanum í Calgary í Kanada. Sat hún í stjórn Haga frá 5. júní 2014.

Eftirfarandi skipa þá stjórn félagsins:

  • Kristín Friðgeirsdóttir, stjórnarformaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður
  • Erna Gísladóttir, meðstjórnandi
  • Stefán Árni Auðólfsson, meðstjórnandi


Tengdar fréttir

Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,14
10
212.723
ORIGO
2,33
5
54.139
SKEL
1,8
12
118.307
N1
1,33
7
126.080
SJOVA
1,23
4
105.172

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,1
2
62.953
REGINN
-0,42
3
35.700
ICEAIR
-0,08
10
87.658
GRND
0
4
86.057