Viðskipti innlent

Salvör Nordal hætt í stjórn Haga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Salvör Nordal.
Salvör Nordal. Vísir/GVA
Salvor Nördal, nýskipaður umboðsmaður barna, hefur sagt sig úr stjórn Haga. Ekki er leyfilegt fyrir umboðsmann barna að hafa með höndum önnur launuð störf.

Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til kauphallarinnar. Þar segir að úrsögn Salvarar taki gildi frá og með deginum í dag.

Salvör var skipuð í embætti umboðsmanns barna í júlí og mun hún gegna því embætti næstu fimm árin hið minnsta.

Salvör er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og M.Phil í samfélagslegu réttlæti frá Stirling-háskóla í Skotlandi. Þá er hún með doktorspróf í heimspeki frá háskólanum í Calgary í Kanada. Sat hún í stjórn Haga frá 5. júní 2014.

Eftirfarandi skipa þá stjórn félagsins:

  • Kristín Friðgeirsdóttir, stjórnarformaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður
  • Erna Gísladóttir, meðstjórnandi
  • Stefán Árni Auðólfsson, meðstjórnandi

Tengdar fréttir

Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×