Viðskipti innlent

Telja bréf Marel undirverðlögð

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Vísir/Valli
Lækkanir síðustu vikna á gengi hlutabréfa í Marel hafa skapað gott kauptækifæri fyrir fjárfesta að mati hagfræðideildar Landsbankans. Nýtt verðmat sérfræðinga bankans, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er tæpum nítján prósentum hærra en gengi bréfa félagsins eftir lokun markaða í gær.

Hagfræðideildin telur verðmatsgengi Marels vera 403 krónur á hlut, en gengið var 339 krónur á hlut síðdegis í gær. Er fjárfestum þannig ráðlagt að kaupa hlutabréf í félaginu. Mælt í krónum hækkaði verðmatið um 5,7 prósent frá því í júní.

Hlutabréf í Marel lækkuðu um 8,5 prósent í verði í ágústmánuði. Í verðmati hagfræðideildarinnar kemur fram að uppgjör félagsins fyrir annan fjórðung ársins hafi komið á óvart. Deildin hafi reiknað með tekjuvexti en hins vegar drógust tekjurnar saman um 7,6 prósent á milli ára. Var rekstrarhagnaður Marel fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) jafnframt um tíu milljónum evra undir spá hagfræðideildarinnar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×