Viðskipti innlent

Um fjórðungur vill ferðast til Íslands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bandaríska flugfélagið gæti þurft að fara ófáar ferðirnir til Íslands ef eitthvað er að marka nýja könnun.
Bandaríska flugfélagið gæti þurft að fara ófáar ferðirnir til Íslands ef eitthvað er að marka nýja könnun. Vísir
Næstum fjórðungur aðspurðra Bandaríkjamanna vilja ferðast til Íslands ef eitthvað er að marka nýja könnun sem vefsíðan www.us.jetcost.com lét framkvæma á dögunum. 

Niðurstöður vefsíðunnar, sem sérhæfir sig í samanburði á flugverði, gefa til kynna að um 29 prósent þeirra sem svöruðu vilja helst fara til Dúbaí, 25 prósent heillast af Kosta Ríka og 24 prósent aðspurðra langar mest til Íslands.

Þegar svarendur voru spurðir hvað heillaði mest við áfangastaðina sögðust flestir vilja versla í Dúbaí (48 prósent), á Kosta Ríka eru það letidýraverndarsvæðin sem heilla (52 prósent) og á Íslandi eru það norðurljósin (73 prósent).

Svör bárust frá 4956 Bandaríkjamönnum sem allir voru 18 ára eða eldri.

Hin löndin sjö á listanum yfir 10 eftirsóknarverðustu áfangastaðina voru Ítalía, Kenía, Króatía, Brasilía, Sviss, Samóaeyjar og Kýpur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×