Viðskipti innlent

Skrifstofukostnaður RÚV jókst um fimmtung

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hagnaður af reglulegri starfsemi RÚV var 95 milljónir fyrir skatta.
Hagnaður af reglulegri starfsemi RÚV var 95 milljónir fyrir skatta.

Kostnaður Ríkisútvarpsins (RÚV) vegna skrifstofu útvarpsstjóra, fjármáladeildar og stjórnar nam tæpum 140 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um tuttugu prósent á milli ára, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins. Rekstrargjöld Ríkisútvarpsins námu rúmum þremur milljörðum króna á tímabilinu og hækkuðu um 114 milljónir eða fjögur prósent á milli ára.

Um 44 milljóna króna tap varð á rekstri RÚV á fyrri helmingi ársins borið saman við 38,2 milljarða króna tap á sama tíma í fyrra.

Þá námu gjaldfærð laun og lífeyris­sjóðsgreiðslur til æðstu stjórnenda RÚV, annarra en útvarpstjóra, 60,7 milljónum króna á fyrri helmingi ársins og hækkuðu um 7,4 prósent á milli ára. Heildarlaun og þóknanir útvarpsstjóra námu 10,5 milljónum króna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,14
10
212.723
ORIGO
2,33
5
54.139
SKEL
1,8
12
118.307
N1
1,33
7
126.080
SJOVA
1,23
4
105.172

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,1
2
62.953
REGINN
-0,42
3
35.700
ICEAIR
-0,08
10
87.658
GRND
0
4
86.057