Viðskipti innlent

Greiðslustöðvun áfram hjá United Silicon

Kjartan Kjartansson skrifar
Rekstur kísilvers United Silicon í Helguvík hefur ekki verið dans á rósum.
Rekstur kísilvers United Silicon í Helguvík hefur ekki verið dans á rósum. Vísir/Vilhelm
Kísilverksmiðja United Silicon fær áframhaldandi greiðslustöðvun til 4. desember. Héraðsdómur Reykjaness félst á beiðni þess efnis í dag. Ríkisútvarpið og Mbl.is segja frá þessu.

Upphaflega fékk stjórn Sameinaðs Silicons ehf. heimild til greiðslustöðvunar sem miðaði að því að ná bindandi nauðasamningum við lánadrottna um miðjan ágúst.

Ástæðan þá var sögð erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík.

Mbl.is segir að kröfuhafar United Silicon hafi óskað eftir framlengingu á greiðslustöðvun félagsins sem unnt verði að finna lausn á vanda þess fyrir helgi.

Umhverfisstofnun ákvað að stöðva starfsemi verksmiðjunnar í Helguvík á föstudag. Vísaði hún til þess að ríflega þúsund kvartanir hafi borist frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Frávik frá starfsleyfi verksmiðjunnar hafi verið alvarleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×