Fleiri fréttir

Ómar Ingi til Álaborgar

Ómar Ingi Magnússon hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarliðið Álaborg. Hann mun ganga til liðs við félagið næsta sumar.

Svona mun riðill FH líta út

FH verður í A riðli EHF bikarsins vinni liðið einvígið við Tatran Presov í þriðju umferðinni. Dregið var í riðla í dag.

Skjern skaust á toppinn

Skjern skaust á topp dönsku úrvalsdeildarinnar með 26-31 sigri á GOG í kvöld. Skjern hefur unnið fimm deildarleiki í röð.

Seinni bylgjan: Stundum eru markmenn vitlausir

Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson er mögnuð vítaskytta og hann sannaði það enn eina ferðina í leiknum gegn Valsmönnum er hann sett fimm víti af sex á nákvæmlega sama stað.

Seinni bylgjan: Dómararnir byrja að reka út af fyrir allt

Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, fór ekki fögrum orðum um frammistöðu dómaranna í leik Gróttu og Fjölnis. "Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild,“ sagði Kári meðal annars.

Finnur Ingi með slitna hásin

Finnur Ingi Stefánsson hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili en hann sleit hásin í leik Fjölnis og Gróttu í dag.

Gunnar Steinn skoraði sigurmark Kristianstad

Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmark Kristianstad gegn Szeged í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-32, Kristianstad í vil.

Stórt tap í Dresden

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk skell gegn því þýska, 32-19, í vináttulandsleik í Dresden í dag. Þjóðverjar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12.

ÍBV kláraði Hvít-Rússana örugglega

ÍBV er komið áfram í Áskorendabikar Evrópu eftir öruggan fimm marka sigur, 32-27, á hvítrússneska liðinu HC Gomel í Vestmannaeyjum í dag.

Arnór markahæstur í toppslag

Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram að skora eins og óður maður fyrir Bergischer í þýsku B-deildinni í handbolta.

Sjá næstu 50 fréttir