Handbolti

Seinni bylgjan: Kári spilar loksins eins og maður þegar hann dettur úr landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur verið í miklu stuði í liði ÍBV í síðustu leikjum og ljóst að hann ætlar sér sæti í íslenska landsliðinu í janúar.

Hann skoraði tíu mörk á móti FH á dögunum og fylgdi því svo eftir með tólf mörkum gegn Fram.

„Er ekki gott fyrir hann að vera laus við þetta landsliðstal? Loksins þegar hann er dottinn út úr landsliðinu þá fer hann að spila eins og maður. Er ekki bara betra fyrir ÍBV að hann sé ekki í landsliðinu,“ segir Sebastían Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.

„Hann er klárlega langbesti línumaðurinn í þessari deild og á að vera það. Hann hefur ekki verið að sýna það fyrr en nú. Velkominn aftur Kári minn. Gaman að sjá þig.“

Sjá má umræðuna og tilþrif Kára hér að ofan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Dómararnir byrja að reka út af fyrir allt

Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, fór ekki fögrum orðum um frammistöðu dómaranna í leik Gróttu og Fjölnis. "Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild,“ sagði Kári meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×