Handbolti

Guðmundur: Varnarleikurinn hræðilegur í alla staði

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur var skiljanlega ósáttur með spilamennsku sinna manna.
Guðmundur var skiljanlega ósáttur með spilamennsku sinna manna. vísir/anton
„Við eigum bara greinilega ekki séns í þetta frábæra FH-lið. Við erum stemningslið og það var enginn karkater í okkur í dag,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í frammistöðu kvöldsins.

„Þeir voru yfir á öllum sviðum á sama tíma og við vorum bara ekki tilbúnir. Sem betur fer þurfum við ekki að spila við þá aftur fyrr en vonandi í vor. Ég hef núna nægan tíma til að finna lausnir.“

Fram reyndi nokkrar mismunandi útfærslur í varnarleiknum en FH átti alltaf svör.

„Þeir fundu alltaf glufur og við hjálpuðum markmönnunum okkar ekki neitt. Varnarleikurinn var bara hræðilegur í alla staði, við reyndum 3-4 lausnir í dag en það var sama hvað við gerðum.“

Hann sagðist sjá eina tilvalna lausn til að gera atlögu að FH.

„Við þurfum að safna saman peningi í Safamýrinni til að kaupa Gústa (innsk. Ágúst Elí, markmann FH). Ekki það að við séum með lélega markverði, þá getur hann ekki spilað gegn okkur,“ sagði Guðmundur og bætti við:

„Þegar markvörður ver 50-60% skota í leiknum þá er erfitt að vinna leiki.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×