Handbolti

Áhorfandi átti bestu tilþrifin og gaf sig fram í beinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Áhorfandi í leik ÍR og Aftureldingar í Olís-deild karla stal senunni í mánudagskvöldið þegar að hann lék dýfu með tilþrifum í stúkunni.

Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport HD fékk ábendingu um þessi frábæru tilþrif sem voru sýnd í þættinum og var viðkomandi beðinn um að gefa sig fram á Twitter.

Tilþrifin voru það góð að hann fékk verðlaun frá Grill 66 og Quiznos en áhorfandinn var ekki lengi að stofna Twitter-reikning og játa á sig tilþrifin.

Öll tilþrif 11. umferðar úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum hér að ofan.






Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Stundum eru markmenn vitlausir

Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson er mögnuð vítaskytta og hann sannaði það enn eina ferðina í leiknum gegn Valsmönnum er hann sett fimm víti af sex á nákvæmlega sama stað.

Seinni bylgjan: Dómararnir byrja að reka út af fyrir allt

Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, fór ekki fögrum orðum um frammistöðu dómaranna í leik Gróttu og Fjölnis. "Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild,“ sagði Kári meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×