Handbolti

Berlínarrefirnir ekki í miklum vandræðum með Wetzlar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson vísir/getty
Fuchse Berlin styrkti stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar liðið fékk Wetzlar í heimsókn í dag.

Leikurinn var jafn lengstum eða þar til um miðjan síðari hálfleik þegar Berlínarrefirnir tóku leikinn yfir og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur, 29-24.

Bjarki Már Elísson var á sínum stað hjá Fuchse og skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum. Petar Nenadic var markahæstur í liði Fuchse Berlin með sjö mörk og næstur kom Hans Lindberg með sex mörk.

Fuchse Berlin og Flensburg eru með jafnmörg stig í 1. og 2.sæti deildarinnar að fjórtán umferðum loknum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×